H&H myndir


Ljósmyndarinn:
© Haukur Helgason
Fæddur á Ísafirði við Skutulsfjörð 24.07.1933
Á þessarri mynd er Haukur 24ra ára á síldinni 1957,
þ.e. þegar síldveiðimyndirnar hér voru teknar

Yfir í myndasafnið aftur

[Forsíða] [Krýsuvík] [Síld '57] [ Lækjarskóli] [HH ljósm.] [Gæði]

Vefur þessi er stofnaður af Hauki Helgasyni fyrverandi sjómanni, kennara og skólastjóra.
Fyrst og fremst sér til ánægju, og til gleði og heiðurs öllu því fólki, börnum og fullorðnum
sem Haukur kynntist persónulega og fyrir tilstuðlan helsta áhugamáls hans ljósmyndunarinnar.
Í dag á hann mikið safn af vel varðveittum meira en 40 ára gömlum ljósmyndafilmum.
Myndirnar eru þó að sjálfsögðu misjafnar að gæðum.[Um gæði]
Á netmyndunum er ekki hægt að dæma um skerpu hvorki ef myndir virðast óskýrar á netmynd
þá geta þær meira en líklega verið snarp skýrar beint af filmunni og eins geta myndir sem virðst
skarpar á netinu einungis verið miðlungs skarpar í reynd.
Beinlínis óskýrar myndir verða ekki settar hér upp nema þær sem slíkar hafi sérstakt listrænt
eða sögulegt gildi. [Um gæði]

Til að standa straum að kostnaði við þetta framtak sem er verulegur fyrir utan gríðalega vinnu
sem hefur verið lögð í að skanna myndir og setja upp vefinn, þá býðst þeim sem vilja að kaupa
myndir í fullum gæðum á pappír til einkanota eða á stafrænu formi fyrir prentmiðla. Til þess þarf
að senda pöntun með tölvupósti á netfangið hh@myndverk.is þar sem fram kemur númer
myndar æskileg stærð (og upplausn ef við á) og til hvaða nota myndin er ætluð, þ.e. til einkanota
eða opinberrrar birtingar/prentunar.

 

 

© H&H myndir, þ.e. þessi vefur, eru sameign feðganna Hauks Helgasonar og Helga J Haukssonar.
Elstu myndir vefsins og þær fyrstu sem settar verða upp eru allar teknar og skannaðar af Hauki
en Helgi hefur undirbúið þær fyrir vefinn og sett upp og hannað vefinn sem slíkan.
Myndir síðustu áratuga eru myndir Helga.